Esther Thorvalds's Avatar

Esther Thorvalds

@estherthorvalds.bsky.social

Stundum eitthvað að pönkast en oftast stillt 😚 hún/she 📍 Gufunes, Iceland

88 Followers  |  82 Following  |  60 Posts  |  Joined: 12.09.2023  |  2.1657

Latest posts by estherthorvalds.bsky.social on Bluesky

Post image

Var að læra um gagnagrindur og ákvað að biðja ChatGPT um að spinna upp einhver dæmi til að skilja betur. Var þá rækilega minnt á mikilvægi míns fyrra starfs. Ætti ég að byrja að kenna aftur á trommur?

13.08.2025 21:24 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Bestu textar internetsins byrja allir á "Ekki beauty tengt en ..."

21.07.2025 23:41 — 👍 3    🔁 0    💬 0    📌 0

Er á rugl fancy hótelherbergi á Hótel Geysi (örugglega af því ekkert ódýrara var laust fyrir leiðsögukonuna mig á háannatíma) að borða Ikea bollur í nestisboxi með puttunum af því ég tími ekki að kaupa matinn hér. Lífið er næs! 🧖

07.07.2025 19:10 — 👍 12    🔁 0    💬 0    📌 0

Af hverju kallast naflakusk samt ekki bumbuló?

26.06.2025 23:04 — 👍 41    🔁 5    💬 2    📌 1

Í morgun skutlaði ég túristunum Patrick og Julie upp á flugvöll og kvaddi. Nú er ég mætt aftur að sækja næstu túrista. Ég lít á upplýsingablaðið mitt og viti menn, þau heita LÍKA Patrick og Julie!

Heimurinn er greinilega að reyna að segja mér eitthvað ... en hvað?

24.06.2025 14:15 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Post image Post image

Grafarvogsbúar er leiðinlegasta FB grúppa sem til er. Þar er kvartað yfir því að borgin slái ekki gras, með myndum af fallegum gróðri sem hefur fengið að vaxa og lítur EKKI út eins og sterílir golfvellir með skallabletti (sem er það sem fólkið vill).

Ég tengi ekkert við fólkið í hverfinu mínu 🙈

21.06.2025 13:18 — 👍 5    🔁 0    💬 0    📌 0

Skemmtilegt svar! Best að fara með allar líffræðispurningar til þjóðfræðinga.

21.06.2025 07:03 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

Tek fram að ég hef engan áhuga á að veiða fiskinn, er einungis forvitin um tilvist hans! 'Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann?'

19.06.2025 21:05 — 👍 3    🔁 0    💬 1    📌 0
Svar: Vitað er að það lifir fiskur í Kerinu en ekki hafa farið fram neinar rannsóknir á þeim fiski á okkar vegum og Hafrannsóknastofnun er ekki kunnugt um neinar rannsóknir á þeim fiskistofni.
Að öllum líkindum er um að ræða bleikju og er vitað að hún er fremur smávaxin í vatninu. Heimamönnum að Miðengi í Grímsnesi er ekki kunnugt um hverrar tegundar þessi fiskur er.

Svar: Vitað er að það lifir fiskur í Kerinu en ekki hafa farið fram neinar rannsóknir á þeim fiski á okkar vegum og Hafrannsóknastofnun er ekki kunnugt um neinar rannsóknir á þeim fiskistofni. Að öllum líkindum er um að ræða bleikju og er vitað að hún er fremur smávaxin í vatninu. Heimamönnum að Miðengi í Grímsnesi er ekki kunnugt um hverrar tegundar þessi fiskur er.

Að öllum líkindum kemur þessi fiskur úr sleppingum á lifandi fiski en alveg er óþekkt hvenær sú slepping fór fram eða hver framkvæmdi. Kerið er talið hafa myndast fyrir um 6.500 árum og hefur fiski ekki verið gengt í vatnið af sjálfsdáðum frá þeim tíma. Þess vegna er líklegast að einhverjar mannverur hafi tekið sig til og fært fiskinn í vatnið og leikur undirrituðum grunur á því að það hafi gerst einhvern tímann á 20 öld, en þá er þekkt að menn voru að bera fiska milli vatnakerfa í þeirri von að upp kæmi veiðimöguleiki í kjölfarið.
Vona að þetta svari einhverju,
með kveðju: Benóný Jónsson

Að öllum líkindum kemur þessi fiskur úr sleppingum á lifandi fiski en alveg er óþekkt hvenær sú slepping fór fram eða hver framkvæmdi. Kerið er talið hafa myndast fyrir um 6.500 árum og hefur fiski ekki verið gengt í vatnið af sjálfsdáðum frá þeim tíma. Þess vegna er líklegast að einhverjar mannverur hafi tekið sig til og fært fiskinn í vatnið og leikur undirrituðum grunur á því að það hafi gerst einhvern tímann á 20 öld, en þá er þekkt að menn voru að bera fiska milli vatnakerfa í þeirri von að upp kæmi veiðimöguleiki í kjölfarið. Vona að þetta svari einhverju, með kveðju: Benóný Jónsson

Ég sá fisk í litla pollinum í Kerinu í Grímsnesi og sendi fyrirspurn á Hafrannsóknarstofnun. Ég fékk svar frá líffræðingi og varð ekkert smá spennt.

Er þetta að vera miðaldra? Vá, hvað það er gaman að vera svona áhugasöm um allt og ekkert! ☺️

19.06.2025 21:02 — 👍 11    🔁 0    💬 2    📌 1

Ok sama fólk fór að spyrja mig hvar mörgæsirnar halda sig á Íslandi. Ég er ekki alveg viss hvort þau voru að ruglast á norður- og suðurhveli eða að kalla lunda mörgæsir í einhverju gríni.

17.06.2025 19:48 — 👍 13    🔁 0    💬 1    📌 0

Eitt sinn þegar ég fór afsíðis á Úlfur Úlfur tónleikum kom upp að mér stelpa sem spurði mig í sífellu "Ertu með blautar naríur?" Mér fannst þetta heldur gróft, þetta eru alveg flottir strákar en kommon.

Svo kom í ljós að stelpan vildi bara blautan eyeliner.

17.06.2025 01:11 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Ég segi túristunum alltaf að engar spurningar séu heimskulegar. Áðan var ég samt spurð hvort víkingarnir hefðu byggt Hallgrímskirkju. Af fullorðnum manni sem vinnur í byggingariðnaði.

Nú er ég að efast um þessa staðhæfingu mína. Ég held hreinlega að sumar spurning gætu verið heimskulegar 🤔

17.06.2025 00:47 — 👍 39    🔁 0    💬 4    📌 0

Pabbi er alltaf að gera þetta við frægt fólk 🫣

15.06.2025 19:04 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Post image

Ég er nýbyrjuð að læra forritun af meiri alvöru og er að sækja fullt af kúrsum á netinu.

Ég var líka að læra það að "QR" í QR-kóðum stendur fyrir Quick Response.

Tengist þetta tvennt?

Neinei, þetta lærði ég af Erni Árnasyni í heimildaþætti um Skálholt á RÚV.

Afi, hvergi nærri hættur að fræða!

15.06.2025 18:32 — 👍 7    🔁 0    💬 0    📌 0
Meme: teiknimyndasagan Amateurs frá Owlturd. Ein manneskja, merkt Lúpína, segir „Ég er ágengasta tegundin á Íslandi!“. Önnur manneskja, merkt Kerfill, svarar með „Nei, ég er ágengasta tegundin á Íslandi!“. Þriðja manneskjan ávarpar hinar tvær úr fjarska og segir „Amateurs.“ Fyrri manneskjurnar tvær líta því á viðkomandi, sem snýr baki í þær, og hrópa „What was that, punk?“. Þriðja manneskjan snýr sér þá við og sést þá að hún er merkt Prettyboitjokkó. Hún hrópar til baka „Amateurs.“

Meme: teiknimyndasagan Amateurs frá Owlturd. Ein manneskja, merkt Lúpína, segir „Ég er ágengasta tegundin á Íslandi!“. Önnur manneskja, merkt Kerfill, svarar með „Nei, ég er ágengasta tegundin á Íslandi!“. Þriðja manneskjan ávarpar hinar tvær úr fjarska og segir „Amateurs.“ Fyrri manneskjurnar tvær líta því á viðkomandi, sem snýr baki í þær, og hrópa „What was that, punk?“. Þriðja manneskjan snýr sér þá við og sést þá að hún er merkt Prettyboitjokkó. Hún hrópar til baka „Amateurs.“

þessi maður er alls staðar

22.10.2023 00:40 — 👍 26    🔁 1    💬 0    📌 1

Ahh bara næst! En það hljómar mjög áhugavert! Hvað er að gerast á Stykkishólmi?

05.06.2025 15:17 — 👍 1    🔁 0    💬 1    📌 0

Uh já til í það! Við getum bara ekki boðið upp á einkatíma á selló en þér væri velkomið að mæta bara í bassatímann og skipta svo yfir í sellóið þegar hljómsveitir byrja að vinna saman 🤘

05.06.2025 13:07 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Post image

Ég er fyrst núna að fatta að bifreiðaskoðunarfyrirtækið Tékkland heitir ✅-land, væntanlega af því þau skoða bílinn og gefa þér "tékk!" ... Hef alltaf haldið að þetta væri bara skrítin vísun í tékkneska lýðveldið, að Tékkar væru mikil bílaþjóð eða eitthvað 🤷

05.06.2025 10:30 — 👍 4    🔁 0    💬 0    📌 0
Preview
Fullorðinsrokk! // Adult Rock Camp! 2025 - Læti! tónlist Rokkbúðir Læti! / Stelpur rokka! fyrir fullorðið fólk verður um Hvítasunnuhelgina í júní. Lærum á hljóðfæri, semjum, spilum.

Það vantar sjúklega mikið trommara og bassaleikara í fullorðinsrokk til að hægt sé að stofna fleiri hljómsveitir og koma fyrir öllum þessum söngvurum og gítarleikurum! Byrjendavænt námskeið 🌟 Engum vísað frá sökum fjárskorts. Plís plís koddu að djamma saman um helgina laetitonlist.is/2025/04/20/f...

05.06.2025 00:42 — 👍 9    🔁 2    💬 3    📌 0

Skil hvað þú átt við með Grænmetisætuna, reyndar langt síðan svo ég man ekki alveg hvernig mér fannst hún. Ég man þó að fyrsta blaðsíðan var geggjuð, alveg sjúklega grípandi. En svo áttaði ég mig fljótlega á því að þessi fyrsta síða hafði verið hápunktur sögunnar 🤷

05.06.2025 00:34 — 👍 3    🔁 0    💬 1    📌 0

Auður og TikTok líka 🙈

24.05.2025 15:02 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Öll Google öppin! 😵‍💫 Næ yfirleitt að opna það rétta í þriðju tilraun.

24.05.2025 05:04 — 👍 2    🔁 0    💬 1    📌 0

Jahh nú er þá komin ný vídd í rifrildið! Ekki einfaldar það málið.

Ég skil orðið sem "skeggið yfir vörunum" og varirnar eru þá bara hugsaðar sem saman í einum pakka. En auðvitað vex skeggið beint fyrir ofan efri vörina svo ég skil þá túlkun líka.

22.05.2025 16:07 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Nákvæmlega! Sé alltaf fyrir mér gerviskegg fyrir einhvern að leika jólasvein, en sá hinn sami er líka með náttúrulegt skegg, svo það verður svona skegg-on-skegg.

21.05.2025 22:30 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Post image

Máli mínu til stuðnings bendi ég á rauðu línuna undir hinu ranga orði yfirskegg þegar þetta var skrifað. Máltæknin er með mér í liði!

21.05.2025 22:28 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

Eitt helsta hitamál á heimilinu snýst um hvort það sé kallað yfirskegg eða yfirvaraskegg. Veit ekki hvort það teljist heilbrigt í sambandi að rökræða eitthvað svona ómerkilegt út í hið óendanlega en ég er allavega team yfirvaraskegg.

21.05.2025 22:25 — 👍 8    🔁 0    💬 6    📌 0

OOOHH 667 ég var mjög spennt en missti af því 😫

13.05.2025 20:54 — 👍 1    🔁 0    💬 1    📌 0

Keypti Komono á netinu fyrir 10.000 kall. Hef aldrei keypt sólgleraugu fyrir svo háa upphæð áður en ég er líka enn ekki búin að týna þeim, tveimur árum síðar.

(Týni draslgleraugum alltaf fljótt. Einu sinni týndi ég sólgleraugunum á leiðinni heim af bensínstöðinni þar sem ég keypti þau).

13.05.2025 20:51 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

"inclusive exclusive" er nýja "passive aggressive"

13.05.2025 20:45 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

Annars spurðu foreldrar mínir mig um daginn hvað orðið "hipster" þýddi. Ég útskýrði það svo sem en sagði þeim að þau væru eiginlega aðeins of sein í partíið 🐱‍👓

08.05.2025 22:00 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

@estherthorvalds is following 20 prominent accounts