Ásþór Sævar's Avatar

Ásþór Sævar

@asthorsaevar.bsky.social

Come for the random facts, stay for the puns. Samt mest bara langar útskýringar á smáatriðum sem fáir aðrir hafa áhuga á.

56 Followers  |  173 Following  |  11 Posts  |  Joined: 05.08.2024  |  1.3379

Latest posts by asthorsaevar.bsky.social on Bluesky

Síðustu sirka 63 ár, frá 1961, hafa menn að nafni Bjarni Benediktsson gegnt embætti formanns Sjálfstæðisflokksins 2/5-hluta tímans.

06.01.2025 14:27 — 👍 8    🔁 1    💬 0    📌 0

Starfandi forseti Alþingis er Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Ef ekki væri fyrir þá staðreynd að karl er forseti Hæstaréttar væru bæði forseti Íslands og allir staðgenglar hennar konur í fyrsta skipti.

21.12.2024 12:34 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0

Á ríkisráðsfundinum þar sem ráðuneyti Kristrúnar tekur við mun Bryndís Hlöðversdóttir, ritari ríkisráðs, hafa næstlengstu reynslu af störfum ríkisráðs, tæplega fimm ár.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, er næst í röðinni hvað varðar reynslu af störfum ríkisráðs, rúmlega fjóran og hálfan mánuð.

21.12.2024 12:30 — 👍 0    🔁 0    💬 1    📌 0

Nema Flokkur Fólksins geri eitthvað mjög óvænt, þá mun ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttir hafa stystu samanlögðu ráðherrareynsluna innanborðs við skipun frá lýðveldisstofnun.

Þorgerður Katrín hefur ein verið ráðherra, samtals í rúmlega fimm ár, til 2009. Síðan eru liðin næstum því 17 ár.

21.12.2024 12:20 — 👍 0    🔁 0    💬 1    📌 0

Mér sýnist þó að enn sé notast við leturgerðina courier í póstlögðum bréfum umboðsmanns. Aldrei að vita hvort því verði breytt þegar nýr umboðsmaður tekur við eftir 10 til 15 ár.

20.12.2024 17:21 — 👍 3    🔁 0    💬 0    📌 0

Mér sýnist að eitt síðasta vígið sé fallið. Já, við höfum öll velt fyrir okkur hvort og hvenær skyldi koma að þessu. En sjá, það hlaut að koma að þessu:

Umboðsmaður Alþingis hefur látið af þérun í samskiptum sínum við borgara.

20.12.2024 17:12 — 👍 4    🔁 0    💬 1    📌 0

Mikið er ég feginn að það hafi tekist að sannfæra RÚV um læsa forystufólkið ekki inni í Efstaleiti fyrstu klukkutímana eftir lokun kjörstaða. Það var alltaf mjög cringe sjónvarpsefni. #kosningar24

30.11.2024 22:39 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Burtséð frá því hvort fresta þurfi kjörfundum, þ.e. rjúfa kosningu á stöku kjörstað og halda áfram á morgun, eða talning tefjist fram á morgundaginn, þá þarf eiginlega að bæta við skýrri heimild í lögum til að halda kjörfund yfir tvo daga að vetri. Óvissan um útfærslu er ekki til fyrirmyndar.

30.11.2024 12:50 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Nú fer að koma sá tími að gott væri að heyra frá kjörstjórnum hvort eitthvað plan B eða C verði eða verði mögulega virkjað. Það er eflaust verið að bíða eftir hvort Veðurstofan gefur út viðvörun.

28.11.2024 11:08 — 👍 0    🔁 0    💬 1    📌 0

Það fer þó alveg eftir hvaða prótókol kjörstjórnir ætla að virkja. En ef veður hamlar færð verulega á kjördag þá verður eiginlega á bíða þar til veðri slotar. Allir eiga að geta sótt venjulegan kjörfund. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er ekki hugsuð í þessum tilgangi.

27.11.2024 10:13 — 👍 0    🔁 0    💬 2    📌 0

Þau sem eru að plana kosningapartí á laugardag geta farið að undirbúa plan B. Miðað við veðurspá gæti bara vel verið að talning tefjist fram á sunnudag, jafnvel mánudag.

27.11.2024 10:07 — 👍 4    🔁 0    💬 2    📌 0

@asthorsaevar is following 20 prominent accounts