Valgarður's Avatar

Valgarður

@valgardur.bsky.social

Ætli það megi ekki skilgreina áhugamálin sem: tónlist, fótbolti, stjórnmál, kvikmyndir, skák, bridge, póker

101 Followers  |  72 Following  |  47 Posts  |  Joined: 17.11.2024  |  1.5067

Latest posts by valgardur.bsky.social on Bluesky

Fótbolti, frí Kannski er kominn tími til að taka hlé frá því að horfa á og fylgjast með fótbolta. Auðvitað skiptir fótbolti ekki miklu svona fyrir gang heimsmála en mér hefur nú samt fundist gaman að horfa á góðan fótbolta – ekki síst síðustu árin þegar Blikar hafa (ekki bara konurnar) náð frábærum árangri og spilað skemmtilegan fótbolta. Það hefur nú reyndar ekki verið gefandi að fylgjast með “mínum mönnum” á Englandi, þeas.

Fótbolti, frí

Kannski er kominn tími til að taka hlé frá því að horfa á og fylgjast með fótbolta. Auðvitað skiptir fótbolti ekki miklu svona fyrir gang heimsmála en mér hefur nú samt fundist gaman að horfa á góðan fótbolta – ekki síst síðustu árin þegar Blikar hafa (ekki bara konurnar) náð…

23.10.2025 09:28 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Verð að játa að ég er engan veginn sáttur við þá ákvörðun félaga minna hjá Blikum að skipta um þjálfara. Halldór hefur verið aðstoðar- og aðalþjálfari í mörg ár, á tímabili sem liðið hefur (oftar en ekki) spilað frábæran fótbolta og skrifað stóra kafla í sögubækur íslensks fótbolta.

20.10.2025 19:38 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Fótbolti og þjálfarar Það hefur eitthvað borið á hugmyndum um að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla í fótbolta hjá mínu félagi, Breiðablik. Þetta er furðuleg umræða og lyktar af einhverju allt öðru en framtíðarsýn fyrir félagið. Ef við þekkjum sögu fótboltans þá eru þau félög sem hafa náð ítrekuðum árangri til lengri tíma ekki þau félög sem eru stöðugt í örvæntingu að skipta um þjálfara..

Fótbolti og þjálfarar

Það hefur eitthvað borið á hugmyndum um að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki karla í fótbolta hjá mínu félagi, Breiðablik. Þetta er furðuleg umræða og lyktar af einhverju allt öðru en framtíðarsýn fyrir félagið. Ef við þekkjum sögu fótboltans þá eru þau félög sem hafa náð…

20.09.2025 19:31 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Hvar eru allir…? Nú er ég ekki mikið fyrir samsæriskenningar, tek þeim yfirleitt með nokkuð miklum fyrirvara og er gjarnan leiðinlegi gaurinn sem vill staðfestar upplýsingar, staðreyndir og gef ekki mikið fyrir ábúðarfulla þuli að röfla samhengislaust með dramatískri tónlist og myndskreytingum á JútJúb, hvað þá grautarlegar samfélagsmiðla færslur. En svo eru vangaveltur um að pakkið sem situr að völdum í appelsínu gula húsinu vestanhafs hafi fórnað einum af sínum til að fá tylliástæðu til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum með ofbeldi og mannréttindabrotum.

Hvar eru allir…?

Nú er ég ekki mikið fyrir samsæriskenningar, tek þeim yfirleitt með nokkuð miklum fyrirvara og er gjarnan leiðinlegi gaurinn sem vill staðfestar upplýsingar, staðreyndir og gef ekki mikið fyrir ábúðarfulla þuli að röfla samhengislaust með dramatískri tónlist og myndskreytingum á…

20.09.2025 19:25 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0

Ég var að átta mig á að ég hef töluvert meiri áhyggjur af framtíðinni og ástandi heimsins núna en nokkurn tíma fyrr. Meira að segja töluvert meiri en í Covid.

16.09.2025 08:30 — 👍 14    🔁 1    💬 0    📌 0
Preview
Segir and­úð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks - Vísir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. ...

ég efast um að þetta sér rétt, vona það samt, en andúðin er vegna hegðunar þeirra, ekki vegna þess hverjir þeir eru...

www.visir.is/g/2025277064...

03.09.2025 12:44 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Umhyggja fyrir börnum, öldruðum og sjúklingum Nú er fjarri mér að gera lítið úr áhyggjum margr af því að við stöndum okkur ekki nægilega vel í að sinna börnum, öldruðum og sjúklingum. Það má örugglega gera betur. Reyndar virðast áhyggjurnar aðallega snúast um þá sem hafa búið hér lengi og eiga helst ættir sínar að rekja að lágmarki einhverjar aldir hér á landi. Og einhverra hluta vegna virðast margir tengja þetta við að það fari svo miklir peningar í að aðstoða flóttafólk og innflytjendur að það sé bókstaflega ekkert eftir fyrir aðra.

Umhyggja fyrir börnum, öldruðum og sjúklingum

Nú er fjarri mér að gera lítið úr áhyggjum margr af því að við stöndum okkur ekki nægilega vel í að sinna börnum, öldruðum og sjúklingum. Það má örugglega gera betur. Reyndar virðast áhyggjurnar aðallega snúast um þá sem hafa búið hér lengi og eiga…

13.08.2025 22:45 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0

Kannski ekki rétt að telja kjúklingabitana fyrr en eggin eru komin á pönnuna, en erum við mögulega að horfa á tvö íslensk lið í Evrópu í vetur?

07.08.2025 20:02 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Ekkert VAR, enginn ég Ég er að gefast upp á að horfa á íslenska boltann. Ég geri mér grein fyrir að störf dómara eru erfið og hafa aldrei verið erfiðari. Leikurinn er hraðari, leikmenn orðnir nokkuð útsmognir í að leika á dómara og sífellt meira í húfi. Hvers vegna í dauðanum er dómurum neitað um ódýrara, einfalda aðstoð í form VAR? Þetta þarf ekki að vera flókið og þetta þarf ekki að taka tíma – það er einfaldlega spurning um hvernig þetta er gert.

Ekkert VAR, enginn ég

Ég er að gefast upp á að horfa á íslenska boltann. Ég geri mér grein fyrir að störf dómara eru erfið og hafa aldrei verið erfiðari. Leikurinn er hraðari, leikmenn orðnir nokkuð útsmognir í að leika á dómara og sífellt meira í húfi. Hvers vegna í dauðanum er dómurum neitað um…

04.08.2025 13:09 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0
Myndskreytingar frétta Ég geri mér grein fyrir nauðsyn þess að fjalla vel um athafnir og orð ónefnds fávita sem situr að völdum hér ekki langt frá og hvers nafn ég tek mér hvorki í munn né set "á blað". Mér finnst eðlilegt og um að gera að gera vel grein fyrir núverandi atburðarás þar sem allar líkur eru á að ferill viðkomandi sé að kafna í eigin ælu.

Myndskreytingar frétta

Ég geri mér grein fyrir nauðsyn þess að fjalla vel um athafnir og orð ónefnds fávita sem situr að völdum hér ekki langt frá og hvers nafn ég tek mér hvorki í munn né set "á blað". Mér finnst eðlilegt og um að gera að gera vel grein fyrir núverandi atburðarás þar sem allar…

24.07.2025 10:53 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Rökleysan með síðasta hálmstráið til að verja trúðinn í vestri Ég á (átti) nokkra vini / félaga / kunningja sem studdu trúðinn sem situr á forsetastól í ónefndu ríkjasambandi. Það hefur talsvert kvarnast úr stuðningnum.. hann átti að hafa svo mikið vit á viðskiptum, en skilur ekki hvernig tollar virka og virðist halda að framleiðendur í öðrum löndum borgi þá.. eitthvað fækkaði nú í aðdáendahópnum þegar þetta kom í ljós.

Rökleysan með síðasta hálmstráið til að verja trúðinn í vestri

Ég á (átti) nokkra vini / félaga / kunningja sem studdu trúðinn sem situr á forsetastól í ónefndu ríkjasambandi. Það hefur talsvert kvarnast úr stuðningnum.. hann átti að hafa svo mikið vit á viðskiptum, en skilur ekki hvernig tollar…

24.07.2025 10:40 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

það er einhver furðuleg bylgja af fólki sem "vill hafa vit fyrir mér" þegar kemur að því að ákveða hvort ég verði slæmur af að fá mér bjór á íþróttaviðburðum.. hef ekki séð nein vandamál (reyndar aðallega að mæta í Kópavoginn), þvert á móti, þeir sem vilja umgangast bjórinn eðlilega og án vandræða.

21.05.2025 08:58 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0
Preview
Sigurmark stjörnunnar í uppbótartíma Ég mætti svo tímanlega í upphitun vel fyrir leik, kannski aðeins of fljótur að kaupa hamborgara, svona af gömlum vana – steikin frá Brasserie Kársnes leit nokkuð vel út og sama gilti um bökurnar frá A...

Kíkti á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gær
blikar.is/frettir/sigu...

24.04.2025 21:24 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Sé víða notast við frasa um steina og syndir (ekki skoðað og hef ekki skoðun á því sem kveikir núna).
En eru þetta ekki frekar furðuleg rök? Þarf enginn nokkru sinni að bera ábyrgð á neinu, hversu alvarlegt sem það er, vegna þess að allir hafi einhvern tíma gert eitthvað rangt, þó lítilvægt sé.

22.03.2025 12:03 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0
Preview
‘The perfect target’: Russia cultivated Trump as asset for 40 years – ex-KGB spy The KGB ‘played the game as if they were immensely impressed by his personality’, Yuri Shvets, a key source for a new book, tells the Guardian

Rifjaði upp frétt, gaf ekki mikið fyrir hana á sínum tíma, en eitthvað hefur nú komið í ljós sem styður og hún myndi skýra margt.. þó það sé auðvitað ekki endanleg staðfesting.

En skiptar kannski ekki málið - gaurinn hagar sér nákvæmlega eins og þetta sé rétt.

www.theguardian.com/us-news/2021...

06.03.2025 23:17 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0
Íslensk fótboltalið í Evrópu Rétt og skylt að óska Víkingum aftur til hamingju með árangurinn í Evrópu, vel gert og skilar sér í íslenskan fótbolta. Breiðablik og Víkingur – og kannski KA eitt skiptið – hafa verið í fararbroddi íslenskra liða í Evrópu síðustu árin og árangurinn skilar sé í íslenskan fótbolta, fleiri íslensk lið fá þátttökurétt í Evrópukeppnum og við fáum fleiri leiki.

Íslensk fótboltalið í Evrópu

Rétt og skylt að óska Víkingum aftur til hamingju með árangurinn í Evrópu, vel gert og skilar sér í íslenskan fótbolta. Breiðablik og Víkingur – og kannski KA eitt skiptið – hafa verið í fararbroddi íslenskra liða í Evrópu síðustu árin og árangurinn skilar sé í…

04.03.2025 21:28 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0
Nágranninn Það rifjast upp saga af fjölskyldu í litlu þorpi. Einn nágranninn, Tinni P., nokkuð vel stæður og þekktur ofbeldismaður, réðist inn til fjölskyldunnar, byrjaði reglulega að ræna og rupla og beita grófu ofbeldi. Flestir aðrir í nágrenninu reyndu að koma til hjálpar en það var erfitt að eiga við ofbeldismanninn, enda vel stæður og átti nokkra vini í þorpinu, “vini” sem hann hafði undir hælnum.

Nágranninn

Það rifjast upp saga af fjölskyldu í litlu þorpi. Einn nágranninn, Tinni P., nokkuð vel stæður og þekktur ofbeldismaður, réðist inn til fjölskyldunnar, byrjaði reglulega að ræna og rupla og beita grófu ofbeldi. Flestir aðrir í nágrenninu reyndu að koma til hjálpar en það var erfitt að…

01.03.2025 22:12 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Þá er fer ekki á milli mála að einn valdamesti maður heims er gjörsamlega sturlaður.
Ég sakna eiginlega "góðu gömlu dagana" - heimskur, fáfróður, lygasjúkur, illa upplýstur ræfill með mikilmennskubrjálæði með pabbapeninga til að kaupa sér völd með því að spila á fáfræði og níðast á minnihlutahópum..

26.02.2025 23:05 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

Við fengum kött í heimsókn sem vildi setjast að, um tíma mögulega köttur vina okkar, en við skoðun á myndum reyndist nefið öðru vísi..
"kattarnef" verið mér ofarlega í huga síðustu daga.

21.02.2025 09:30 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0

Svekkjandi og ósanngjarnt tap Víkinga en þeir mega vera stoltir af frammistöðunni, hafa sett markið hátt fyrir önnur íslensk félög og svona árangur skilar sér í íslenska boltann..

21.02.2025 09:28 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Gylfi er jú frábær í fótbolta..
En ég skil ekki hvers vegna félaga mínir hjá Blikum voru að reyna að fá hann til félagsins, hvað þá þessar 'pillur' eftir að það gekk ekki.
Ég skil frekar hvers vegna aðrir höfðu áhuga og hvers vegna hann valdi þá frekar, ólíklegt að peningar hafi breytt miklu.

20.02.2025 10:55 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0
Preview
Trust in democratic parliaments suffers ‘global decline’, study finds The report’s lead author said such declines tend to be associated with increased support for populist and anti-establishment parties.

This is article highlights the crisis of trust that we are seeing in several democracies.

"Large numbers of (people) have lost faith in the institutions that are needed for democratic governance, leading some of them to vote for candidates who appear intent on dismantling democracy as we know it"

19.02.2025 14:30 — 👍 3    🔁 1    💬 0    📌 0

The rambling about "deep-state" was not about fighting one, that did not exist, their plan was to create one.

04.02.2025 17:17 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0

Nú gef ég ekki mikið fyrir kenningar um svokallað "djúp-ríki", en ef ég gerði þá þætti mér deginum ljósara að núverandi gaur væri ekki í krossferð gegn því, heldur augljóslega að sölsa það undir sig.

Sem kannski vekur upp spurningu, kannski greip hann hugmyndina á lofti og ákvað búa þetta til.

03.02.2025 15:08 — 👍 2    🔁 0    💬 0    📌 0
Preview
Lygar og hel­vítis lygar - Vísir Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem kom út á vísi núna nýlega um forsetatilskipanir Trump, eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur. Skemmst er frá að segja að þessi grein, og þessi hugsunarháttur, eru h...

www.visir.is/g/2025268320...

02.02.2025 10:58 — 👍 20    🔁 3    💬 0    📌 0

Nú fréttir að vestan um fótumtroðin mannréttindi, fangabúðir fyrir óæskilega íbúa, landvinningar með hernaði.. að hætti þriðja ríkis Hitlers. Ég hef ekki geð í mér til að hlusta á fréttir. Hef verið í vandræðum með að klára texta á Fræbbbla plötu. En nú hef ég meiri tíma. Og meira að segja.

02.02.2025 00:09 — 👍 13    🔁 0    💬 0    📌 0

Ekki skil ég stuðning íbúa BNA við forsetann, kosningasigur virðist hafa byggt á loforðum um að lækka vöruverð, þjóðernishyggju og útlendingafordómum. Loforð um landvinninga bætast svo við.
En að íbúar annarra landa styðji hann - eins og gyðingar og Pólverjar að styðja Hitler á sínum tíma.

29.01.2025 08:25 — 👍 4    🔁 0    💬 0    📌 0

perhaps "mUSA" might work for the next elections in the US [make USA Smart Again].

Might be a "tall order", but [make USA Not So Horribly Stupid Racist And Discriminating Again] does not really work as an acronym.

22.01.2025 17:56 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

Sáttur við val á landsliðsþjálfara í fótbolta karla, frábær árangur og klárlega frábær þjálfari. En áhyggjur af vitleysisganginum á hliðarlínunni, rauðu spjöldin - ekki reyna að setja mér að þetta sé til marks um "ástríðu", líkast til hallærislegt leikrit, en kominn tími til að fullorðnast.

19.01.2025 23:04 — 👍 0    🔁 0    💬 0    📌 0
Ekki til áttavillta vestursins Ég get ekki hugsað mér að fara til Bandaríkjanna næstu árin. Ástæðan er kjör trúðsins til forseta í nóvember. Ekki frekar en að ég gat ekki hugsað mér að fara á HM í fótbolta 2018. Ekki veit ég alltaf hvar á að draga mörkin.. ég heimsótti til dæmis Bandaríkin í upphafi fyrri forsetatíðar gaursins – en bæði var búið að ákveða og greiða fyrir þá ferð löngu fyrr og ástandið ekki eins svakalegt og núna.

Ekki til áttavillta vestursins

Ég get ekki hugsað mér að fara til Bandaríkjanna næstu árin. Ástæðan er kjör trúðsins til forseta í nóvember. Ekki frekar en að ég gat ekki hugsað mér að fara á HM í fótbolta 2018. Ekki veit ég alltaf hvar á að draga mörkin.. ég heimsótti til dæmis Bandaríkin í…

19.01.2025 19:33 — 👍 1    🔁 0    💬 0    📌 0

@valgardur is following 20 prominent accounts